Slökkviliðsmaður að störfum. Mynd úr safni.Fréttir / Stefán Jón Ingvarsson
Skamma stund tók að slökkva eld í ruslatunnum og timburgirðingu við leikskóla á Álfaheiði í Kópavogi. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Eldsupptök eru ókunn.