Snerting var tekjuhæsta kvikmyndin í bíóhúsum á Íslandi í fyrra.
Flestir lögðu leið sína á hasarmyndina Deadpool and Wolverine, rúmlega 50 þúsund manns, og tæplega 45 þúsund bíógestir fóru á íslensku myndina Snertingu. Snerting var tekjuhæsta mynd ársins með yfir 100 milljónir í miðasölu.
Alls voru rúmlega 900 þúsund bíómiðar seldir hér á landi á síðasta ári, fyrir um 1,6 milljarð króna í aðgangseyri.
Tvær aðrar íslenskar kvikmyndir voru í hópi 20 tekjuhæstu mynda ársins: Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og Fullt hús Sigurjóns Kjartanssonar. Um 17 þúsund manns sáu hvora mynd.
Egill Ólafsson í hlutverki sínu í Snertingu.RVK Studios / Baltasar Breki Semper