„Hver einasti maður hafði misst einn eða fleiri og jafnvel alla fjölskylduna“
Þess var minnst á fimmtudag að 20 ár voru liðin frá mannskæðustu hamförum sögunnar; flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu þar sem fleiri en 220 þúsund fórust.
Í Speglinum í gær var annars vegar rætt við Pétur Ásgeirsson, sem var skrifstofustjóri á almenningsskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sem nú er kölluð borgaraþjónustan. Og Friðrik Sigurbergsson, lækni, sem fór í minnistætt sjúkraflug til Taílands að sækja þangað slasaða Svía.
Pétur segir að alltaf þegar svona stórir atburðir verða og Íslendingar óttast um ættingja sína í útlöndum sé hringt í utanríkisráðuneytið. Friðrik rifjar upp ákvðrðun sem kom sænskum sjúklingum á óvart; þegar barinn var opnaður í miðju sjúkraflugi.