Vegagerðin er búin að opna fyrir umferð um Holtavörðuheiði, en hún hafði verið lokuð síðan í gærkvöldi.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þar enn hálka og éljagangur.
Frá Holtavörðuheiði. Mynd úr safni.Þór Ægisson
Búið er að opna Dynjandisheiði á Vestfjörðum en ófært er um Ísafjarðardjúp á milli Súðavíkur og Skötufjarðar. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu.