27. desember 2024 kl. 12:56
Innlendar fréttir
Samgöngur

Búið að opna fyrir umferð um Ísa­fjarð­ar­djúp

Búið er að opna alla helstu þjóðvegi á Vestfjörðum. Dynjandisheiði, Ísafjarðardjúp og Súðavíkurhlíð eru opnar, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Verið er að klára mokstur í Djúpinu.

Þjóðvegir eru opnir um land allt en þó er víða hálka og éljagangur, til dæmis á Holtavörðuheiði.

Snjóflóð úr Súðavíkurhlíð 26. desember 2024.
Frá Súðavíkurhlíð í gær. Búið er að opna veginn um Ísafjarðardjúp.Vegagerðin