23. desember 2024 kl. 8:39
Innlendar fréttir
Vestfirðir
Vegurinn um Raknadalshlíð lokaður
Vegurinn um Raknadalshlíð í Patreksfirði er lokaður og Kleifaheiði líka. Lítil snjóflóð hafa fallið úr hlíðum ofan vegarins um Raknadalshlíð. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Aðstæður verða skoðaðar með Veðurstofu Íslands um hádegisbil með tilliti til þess hvenær óhætt verður að opna veginn á ný. Lögreglan hvetur þau sem hyggja á ferðalög að afla sér upplýsinga um færð áður. Vegum undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum gæti verið lokað með stuttum fyrirvara vegna aðstæðna. Snjór hefur safnast í hlíðar og hlýnað hefur í veðri. Aftur kólnar þegar líður á daginn.