Slökkviliðsmenn af öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út vegna tilkynningar um reyk í Suðurhrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst á fimmta tímanum.
Að sögn Steinþórs Darra Þorsteinssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, leituðu slökkviliðsmenn að eldi í húsi Ísafoldarprentsmiðju.
Svo virðist sem reykurinn hafi komið úr loftræstistæðu utan á húsinu, en svo virðist sem glóð hafi komist í hana.
Slökkviliðsmenn af tveimur stöðvum eru enn á staðnum en þeir hafa komið í veg fyrir frekari bruna.
Slökkvilið að störfum í Suðurhrauni.RÚV / Víðir Hólm Ólafsson