9. desember 2024 kl. 9:55
Innlendar fréttir
Eldgos við Sundhnúksgíga

Kanna hvort enn sé virkni í gígnum með dróna

Mjög lítil virkni er í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að virkni hafi sést í gærmorgun. Síðan þá hefur skyggni verið mjög lélegt á gosstöðvunum.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands ætla að setja á loft dróna eftir hádegi til að kanna hvort virkni sé í gígnum.

Jóhanna Malen segir gosið hafa dregist saman undanfarna viku. Ótímabært sé að lýsa yfir endalokum eldgossins áður en myndir úr drónafluginu berast.

Frá hraunrennsli við og yfir Grindavíkurveg 21. nóvember 2024.
Mynd frá Grindavíkurvegi sem tekin var á öðrum degi eldgossins.RÚV / Ragnar Visage

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV