4. desember 2024 kl. 23:45
Innlendar fréttir
Kópavogsbær

Töluvert tjón af eldi í þvottavél

Slökkviliðið var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld vegna elds í heimahúsi í Smárahverfi í Kópavogi. Enginn slasaðist að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Hann sagði í samtali við fréttastofu að kviknað hefði í þvottavél og tekist hafi að slökkva eldinn með slökkvitæki. Mikill reykur hafi myndast. Töluvert tjón varð á þvottahúsi íbúðarinnar og reykskemmdir.