„Þarna eru stóru fjárhæðirnar“
Margvísleg atriði skipta máli þegar kemur að því að velja lífeyrissjóð. Þar er ekki eitt sem hentar öllum og því mikilvægt að setjast yfir hvað hver og einn lífeyrissjóður býður upp á.
Björn Berg segir valið frjálst fyrir alla á vinnumarkaði, mismikið eftir því hvernig kjarasamningum hvers og eins er háttað en þó hafi allir val. „Þá er heilmikið um að velja. Það er hægt að velja á milli nokkuð margra lífeyrissjóða og þeir geta verið mjög ólíkir og það skiptir máli hvað er valið því þarna eru stóru fjárhæðirnar.“
Þar þurfi að vega og meta helstu áhersluatriði hvers og eins. Val á lífeyri geti verið samtímis val um lánveitanda, lífeyristryggingu og að sjálfsögðu ávöxtun lífeyris.