3. desember 2024 kl. 20:41
Innlendar fréttir
Reykjanesbær

Stefnt á 200 milljóna afgang hjá Reykjanesbæ

Gert er ráð fyrir því að bæjarsjóður Reykjanesbæjar verði rekinn með 202 milljóna króna afgangi á næsta ári. Fjárhagsáætlun var afgreidd í dag. Samkvæmt henni verður 1,373 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarsamstæðunnar, þegar talin eru saman bæjarsjóður og fyrirtæki í eigu bæjarins.

Gjaldskrár hækka að jafnaði um fjögur prósent milli ára.

Tekjur bæjarsjóðs verða 31,6 milljarðar króna og tekjur samstæðunnar 39,7 milljarðar, gangi fjárhagsáætlun eftir.

Höfnin í Keflavík
Höfnin í Keflavík.RÚV / Ragnar Visage