Athugið að þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul

Nýtt rafmagnsmastur sett upp í Svartsengi

Ragnar Jón Hrólfsson

,

Nýtt rafmagnsmastur verður reist í stað þess sem gaf sig í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Engin rafmagnsframleiðsla hefur verið í Svartsengi síðan mastrið féll. Þórarinn Bjarnason hjá Landsneti segir að nýja mastrið verði um þrjátíu metra hátt og línan strengd yfir nýja hraunið.

Stefnt er á að reisa mastrið á morgun en ekki er hægt að segja til um hvenær spennu verður hleypt á línuna.