Athugið að þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul

Hvetur til forgangsröðunar eftir vaxtalækkun

Ingvar Þór Björnsson

,

Björn segir geta skipt miklu máli fyrir heimilisbókhaldið að ákveða reglur áður en til vaxtalækkana kemur. „Hvað ætlum við þá að gera við það svigrúm? Það er auðvitað hætt við því að þá belgist bókhaldið aftur út eins og það hafði dregist saman, jafnvel bara beint í einhverja einkaneyslu,“ segir hann. „Það eru að koma jól. Eru fyrstu viðbrögð okkar að kaupa kampavínsflösku?“ spyr hann.

Hann beinir því til fólks sem hefur getu til að halda mögulega áfram að greiða sömu upphæð inn á lán sín. Það sé ekki spennandi en hafi jákvæð áhrif til lengri tíma. „Þetta eru breytingar sem að seinna meir koma til með að breyta lífi fólks en þú finnur ekki mikinn mun - eða jafnvel engan mun - í dag,“ bætir Björn við.