Athugið að þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul

Íslenskur faldbúningur frá átjándu öld væntanlegur til landsins

Íslenskur faldbúningur sem saumaður var fyrir árið 1800 og var talinn glataður erlendis í rúm 150 ár er væntanlegur til Íslands á næsta ári. Hann verður sýndur á Þjóðminjasafninu.

Þórdís Arnljótsdóttir

,
Mynd af faldbúningi saumuðum af Guðrúnu Skúladóttur. Búningurinn samanstendur af flauelsupphlut með sex pör af krækjum og áföstu upphlutsfati. Upphlutur er úr grænu flaueli, lagður og bryddaður með gylltum borða. Flíkinni er lokað að framan með röð af krækjum úr gylltu silfri, niður eftir miðjunni, sex hvorum megin. Krækjurnar eru með haganlega upphleyptum blómamyndum. Undan upphlutnum hangir grænt millipils úr fíngerðu klæði. Þar yfir er pils úr bláu og fínu klæði og laus svunta með svuntuhnöppum sem hanga yfir beltið og halda svuntunni fastri. Utan yfir millipilsinu er haft annað pils úr fínum, þéttofnum og bláum dúk. Á þessu pilsi er rauð brydding neðst og ofan við hana breiður bekkur með útsaumuðum blómum í ýmsum litum. Framan á pilsið er hengd svunta, brydduð allt um kring með rauðu. Faldtreyjan er úr flaueli með gylltum líberíborðum, gylltri baldýringu og áföstum kraga. Treyjan kemur utan yfir upphlutinn og hylur hann að nokkru leyti. Saumar á treyju og bekkir á ermum eru lagðir með veglegum gylltum borða og sams konar borði liggur niður brjóstið. Kraginn er hálfur annar þumlungur að breidd og festur við jakkann í hálsmál. Hann er stífur, flatur og skreyttur gylltum útsaumi. Að lokum er langur og veglegur beltislindi úr svörtu flaueli með ásaumuðum gylltum stokkum.

Hér má sjá mynd af faldbúningi Guðrúnar Skúladóttur. Einn af búningum hennar er væntanlegur til landsins á næsta ári.

Aðsend – RÚV