14. nóvember 2024 kl. 16:41
Innlendar fréttir
Veður

Hita­met fyrir nóv­em­ber féll í dag

Pexels

Hæsti hiti sem mælst hefur hér á landi í nóvember mældist á Kvískerjum í Öræfum um hádegisbil í dag, 23,8 gráður. Fyrra met var 23,2 gráður, sem mældust á Dalatanga árið 1999.

Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, segir að eftir eigi að staðfesta mælinguna frá Kvískerjum í dag en ekkert bendi þó til þess að nokkuð sé athugavert við hana