Afla gagna vegna aðkomu erlends fyrirtækis að hlerunarmáli
Ríkislögreglustjóri kannar málsatvik vegna meintrar aðkomu erlends fyrirtækis að öflun gagna um Jón Gunnarsson í gegnum son hans. Málið er þó ekki til rannsóknar. Sonur Jóns hitti fulltrúa ríkislögreglustjóra í gær.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.
RÚV – Ragnar Visage