Athugið að þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul

Tilboðsdagar „ekki partý“

Ingvar Þór Björnsson

,

„Við ættum að gera það sem hefur sýnt sig að getur dregið úr einkaneyslu fólks og hjálpar okkur við að forðast það að tilfinningarnar ráði för, og það er það að setja þessi innkaup í körfuna í netversluninni og fara svo bara að gera eitthvað annað,“ segir hann. „Svo förum við aftur inn, förum yfir körfuna og borgum. Það sem gerist oft þá er að við erum í öðru skapi við aðrar aðstæður að renna aftur yfir það hvort þetta séu rétt og góð kaup.“

„Það sem við viljum alls ekki gera er að upplifa þetta eins og þá hátíð sem smásöluaðilarnir vilja. Þetta er ekki partý. Það er ekki æðislegt að við fáum loksins tækifæri til að eyða meiri peningum en ef við erum svona skipulögð getur þetta verið miklu ódýrari leið til að kaupa jólagjafir sem við þurfum hvort sem er að kaupa,“ bætir Björn við.