Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Samantekt
Norðurlönd

Zelensky gestur Norðurlandaráðsþings sem hefst í dag

  • Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er gestur Norðurlandaráðsþings sem hefst í dag. Hann lenti í Keflavík á öðrum tímanum í dag.
  • Zelensky kom til Þingvalla rétt fyrir klukkan fjögur, þar sem hann fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Þegar kvölda tók kom Zelensky fram á blaðamannafundi með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna.
  • Þeim var öllum tíðrætt um mikilvægi áframhaldandi stuðnings við Úkraínu.
  • Bjarni sagði þegar Zelensky kom á Þingvelli, að það væri táknrænt að taka á móti honum þar. Zelensky þakkaði íslensku þjóðinni veittan stuðning.
  • Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á Norðurslóðum“ og varnarmál verða í brennidepli á fundinum.
  • Einnig er talið að málefni Færeyja, Grænlands og Álandseyja og aukin þátttaka þeirra í starfi Norðurlandaráðs muni skipa stóran sess.

Oddur Þórðarson

,