Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Píratar stefna á prófkjör í öllum kjördæmum

„Píratar gefa engan afslátt af lýðræðinu,“ sagði þingflokksformaður Pírata í kvöld. Píratar undirbúi sig nú fyrir kosningar og stefni á að halda prófkjör í öllum kjördæmum.

Hugrún Hannesdóttir Diego

Píratar eru byrjaðir að leggja út öll plön fyrir kosningabaráttuna sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður þingflokks Pírata í kvöld. Flokkurinn undirbúi prófkjör í öllum kjördæmum.

Þegar fréttamaður ræddi við hana stóð til að fundur héldi áfram fram eftir kvöldi.

„Við erum að ræða kosningaundirbúning,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði að um fimmtíu manns hafi verið kallaðir á fundinn, allir helstu þátttakendur í innra starfi Pírata. Sjálf ætli hún að gefa kost á sér ef til kosninga kemur.

Þórhildur Sunna sagði að hún myndi hitta forsetann á morgun. Hún reikni með því að formenn flokka ræði hvernig þeir bregðist við áætlunum forsætisráðherra um að þingið samþykki fjárlög hans ríkisstjórnar. Hún sjái ekki fram á að það verði endilega niðurstaðan.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV