Torgið: Talað um áfengi
Torginu er lokið
Umræðu Torgsins er lokið í kvöld.
Torgið er aftur á dagskrá RÚV eftir þrjár vikur.
Lokaorð frá þátttakendum í pallborði
Kjartan segir að ábyrg stjórnvöld myndu ákveða að áfengi væri ekki til sölu. Áfengi sé eitur og ákaflega mikilvægt að samfélagið eigi samtal um hvernig þessum málum skuli háttað til framtíðar. Það þarf að ræða frelsið.
Þórdís segir að samtalið þurfi að vera stærra en hvort eigi að leyfa netverslun með áfengi eða ekki. Hún segir upplausnarumræðu um hvernig heilbrigð áfengisneysla sér. Mikil eftirspurn, sem eykst sífellt, eftir óáfengum drykkjum. Hún segir neytendur upplýsta.
Skiptar skoðanir á áfengissölu
Landsmönnum gafst færi á að taka virkan þátt í umræðunni, bæði í pósti og á samfélagsmiðlum. Niðurstaðan er sú að skoðanir eru mjög skiptar, allt frá því að áfengissala eigi eingöngu að vera í höndum ríkisins yfir í að fólk ráði sér sjálft, ríkið ráði ekki yfir því og salan eigi því að vera algjörlega frjáls. Hér sjáum við brot af því sem fólk sagði.
Börn og ungmenni eiga rétt á því að verða ekki fyrir áreiti
Formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir umræðuna um normalíseringu áfengis mjög sérstaka hér á landi.
Börn og ungmenni eiga rétt á því að vera ekki fyrir stöðugu áreiti af áfengis-og tóbaksauglýsingum.
Árangur í forvörnum á Íslandi er afleiðing 30-40 ára samfelldrar vinnu.
Hann segir forvarnarsjónarmið og viðskiptasjónarmið ekki alltaf fara saman.
95% barna í 10.bekk neyta ekki áfengis
Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands þakkar það forvarnarstefnu Íslands.
Læknir á bráðamótttöku Landspítalans segir áfengi skaðlegt
Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamótttöku Landspítalans segir fjöldamörg verkefni á bráðamótttöku, sérstaklega um helgar, vera bein afleiðing af áfengisneyslu.
Hann segir áfengisbölið margfalt stærra en annar fíknivandi á landinu.
Læknafélagið hefur ályktað gegn auknu aðgengi að áfengi og hvatt stjórnvöld til að láta lýðheilsu vega þyngra en markaðssjónarmið.
Saga áfengissölu á Íslandi
Fyrirkomulag áfengissölu hefur verið með ýmsum hætti á Íslandi í gegnum tíðina. Förum aðeins yfir söguna og byrjum á því að bregða okkur aftur til ársins 1977.
Er skortur á aðgengi að áfengi?
Arnar Sigurðsson, vínsali, telur að aðgengi að áfengi ýti ekki endilega undir aukna áfengisdrykkju ungmenna.
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur hjá SÁÁ, segir nauðsynlegt að hugsa um fleira en að vínsalar fái að selja áfengi hvar og hvenær sem er. Hún segir umræðuna þurfa að snúast um hvernig skapa megi gott samfélag fyrir börn. Börn eigi ekki að þurfa að horfa á áfengisauglýsingar á íþróttabúningum.
Guðmundur Pálsson, tónlistarmaður, telur ekki þörf á áfengissölu í matvöruverslunum. Hann segir að það gildi sérstök lög um áfengi, því áfengi er ekki eins og hver önnur vara.
Þróun á áfengisneyslu Íslendinga á undanförnum árum
Hér sjáum við hvernig áfengisneysla Íslendinga hefur þróast á undanförnum áratugum, þetta eru tölur frá Hagstofunni, sem sýna að eftir að bjórinn er leyfður árið 1989 þá dregur úr neyslu sterkra vína en bjór og létt vín fer upp á við.
Segir áfengi vera sérhæfða vöru
Þórdís Hulda Árnadóttir, rekstrarstjóri á Röntgen og Skreið, segir að það þurfi að auka fræðslu um hvað áfengi er og finnst við hæfi að hafa sérhæfðar áfengisverslanir.
Upptekin af áfengisdrykkju náungans
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur hjá SÁÁ, segir áfengismenningu Íslendinga hafa breyst í gegnum tíðina. Dagdrykkja sé tíðari og tilefni til að fá sér fleiri. Þá sé fólk upptekið af drykkju annarra. „Það er miklu algengara að það séu gerðar athugasemdir við að þú færð þér ekki áfengi “.
Segir áfengisneyslu normalíseraða í óhóf
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að embættið gagnrýni umhverfi áfengissölu á Íslandi.
Áfengi sífellt að verða sjálfsagðari hluti af lífi almennings. Að hans mati er áfengisneysla að verða normalíseruð umfram það sem er hollt fyrir líðan þjóðarinnar.
Þjóðin þarf að íhuga hvað hún vilji til framtíðar.
Netverslun með áfengi ekki augljóslega ólögleg
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir netverslun með áfengi ekki endilega ólöglega.
Hann segir að skoða þurfi áfengislöggjöfina í nýju ljósi.
Viðmælendur Torgsins í kvöld
Gott kvöld, verið velkomin á fréttavakt RÚV þar sem við fylgjumst með umræðum á Torginu. Í kvöld verður rætt um fyrirkomulag áfengissölu í landinu. Vilja Íslendingar að áfengissala sé áfram á hendi ríkisins? Hver eru rökin með og á móti?
Þátttakendur í pallborðsumræðum kvöldsins eru eftirfarandi:
- Arnar Sigurðsson, vínsali
- Þórdís Hulda Árnadóttir, rekstrarstjóri á Röntgen og Skreið
- Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
- Guðmundur Pálsson, tónlistarmaður
- Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
- Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur hjá SÁÁ