7. október 2024 kl. 8:31
Innlendar fréttir
Reykjanesbær

Rafmagnstruflanir í Reykjanesbæ

Rafmagnstruflanir hafa verið miðsvæðis í Reykjanesbæ í dag vegna vinnu við dreifistöð.

Unnið er að styrkingum á rafdreifikerfi miðsvæðis að því er fram kemur á veg HS Veitna. Í tengslum við þá vinnu má búast við rafmagnstruflunum á afmörkuðu svæði.

Viðskiptavinir á eftirfarandi götum munu mögulega finna fyrir truflunum meðan á vinnu stendur:

Tjarnargata, Mánagata, Sólvallagata, Suðurtún, Suðurgata, Hafnargata, Skólavegur og Norðurtún.