Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að eldsvoða í bílskúr í Reykjanesbæ í kvöld.RÚV / Kristinn Þeyr Magnússon
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út vegna elds í bílskúr við Hátún í Reykjanesbæ í kvöld. Talsverður eldur var og svartur reykur þegar slökkvilið mætti á vettvang. Að sögn Ármanns Árnasonar, varðstjóra hjá Brunavörnum, gekk vel á ráða niðurlögum eldsins, enda aðgengi gott. Engin slys urðu á fólki og engin hætta var á að eldurinn bærist ekki í nærliggjandi hús. Þó þurfti að reykræsta húsið sem er sambyggt skúrnum. Talið er að altjón hafi orðið á bílnum.