Norðlendingar ýmist fagna eða mótmæla fiskeldi
Sitt sýnist hverjum um fyrirhugað tuttugu þúsund tonna laxeldi á Norðurlandi. Sveitarfélögin hafa fæst tekið afstöðu til verkefnisins en íbúar hafa margir sterkar skoðanir.
Ætlunin er að ala seiði innanhúss á Siglufirði. Á Ólafsfirði yrðu þau svo alin áfram á landi, en þó stutt frá sjó, í lokuðum kvíum í Ólafsfjarðarhöfn. Þaðan yrði fiskurinn fluttur í sjókvíar, en þær gætu orðið í Siglufirði, Héðinsfirði, Ólafsfirði eða Eyjafirði. Úr kvíunum færi laxinn aftur til Siglufjarðar, þar sem honum yrði slátrað.