Athugið að þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul

Menntasjóður eigi ekki að íþyngja fólki um ókomna tíð

Formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta segir mikilvægt að endurskoða hlutverk Menntasjóðs námsmanna. Ný lög um menntasjóð, sem tóku gildi 2020, hafi ekki haft tilætluð áhrif.

Pétur Magnússon

„Það er yfirlýst og lögbundið markmið Menntasjóðs námsmanna að vera félagslegur jöfnunarsjóður, en við erum byrjuð að sjá að hann er það alls ekki,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, í viðtali við Samfélagið á Rás 1.

Ný lög um menntasjóð tóku gildi 2020. Markmið þeirra voru meðal annars að fjölga þeim nemendum sem ljúka námi á réttum tíma miðað við námsskrár og að bæta nýtingu fjármuna.

„Það er a koma í ljós að þetta eru ekki hagstæðari lán,“ segir Lísa Margrét. Fleiri námsmenn en áður finni verulega fyrir greiðslubyrði námslána, og hlutfall þeirra sem útskrifast á tilætluðum tíma hafi ekki aukist.

„Menntasjóður ætti að greiða leið fólks að æðri menntun, en ekki íþyngja því um ókomna tíð,“ segir Lísa.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV