Setja klæðningu á vegi sem voru lagðir yfir nýrunnið hraun
Byrjað er að setja klæðingu á vegi sem lagðir voru eftir að hraun lokaði leiðum að Bláa lóninu. Þeir voru upphaflega gerðir til bráðabirgða eftir að hraun fór yfir Bláalónsveg og Grindavíkurveg.
Þrátt fyrir að eldgosinu sé lokið er nánast ómögulegt að komast að gosstöðvunum. Hraunjaðarinn er enn virkur og búist er við að hann haldi áfram að skríða fram næstu daga.
Hraunbreiðan er sú langstærsta í gosunum til þessa og norðan við hana er hættusvæði mengað af virkum sem óvirkum sprengjum. Ef þær springa eru þær lífshættulegar í allt að 300 metra radíus.
Kvikusöfnun er hafin á ný undir Svartsengi.