Athugið að þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul

Verðbólga verði að hjaðna áður en vextir lækka

Seðlabankastjóri segir að hagkerfið þurfi að kólna til að ná niður þenslu. Verðbólga mælist 6,3 prósent.

Grétar Þór Sigurðsson og Pétur Magnússon

,

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir helstu ástæðu óbreyttra stýrivaxta vera þá að verðbólga hefur ekki gengið niður í sumar.

„Það er allavega þannig að verðbólga hefur ekki gengið niður í sumar og þessi kólnun sem við vonuðumst eftir hefur látið standa á sér,“ segir Ásgeir.

Spurður að því hvers vegna hærri vextir hafi ekki haft tilætluð áhrif segir Ásgeir: „Við erum að sjá töluverð áhrif af þessum háu stýrivöxtum. Það er bara svo mikið sem er að gerast í efnahagslífinu. Það hefur verið mjög hraður hagvöxtur í efnahagslífinu á síðustu árum,“ segir Ásgeir og bendir á að hagkerfið hafi vaxið um í kringum 20 prósent á árunum 2021 til 2023.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV