Skemmdarverk á nýmáluðum regnbogafána í Hveragerði fyrir helgi er enn til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Fáninn var málaður í tilefni Hinsegin daga á svokallaðri regnbogagötu, en var þakinn hakakrossi og öðrum ókvæðisorðum morguninn eftir.
Bæjaryfirvöld svöruðu með stærri og bjartari fána. „Þess heldur erum við samhentari og öflugri að standa gegn þessu. Þess vegna bara hópast fólk saman aftur og málar yfir þetta hatur,“ sagði Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.