25. júlí 2024 kl. 13:40
Innlendar fréttir
EM í fótbolta 2024

71% þjóð­ar­inn­ar fylgd­ist með EM í fót­bolta

71% landsmanna fylgdist með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fór í júní og júlí. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Prósents.

13% svarenda sögðust hafa fylgst með öllum leikjum mótsins, 24% með mörgum leikjum, 29% með nokkrum leikjum og 6% með einum leik. 29% sögðust ekki hafa fylgst með neinum leik.

Konur fylgdust síður með leikjum á Evrópumeistaramótinu. 63% kvenna fylgdust eitthvað með mótinu og 78% karla.

Sá aldurshópur sem var ólíklegastur til að hafa fylgst með mótinu var 25 til 34 ára. Aðeins 62% í þeim aldurshópi sögðust hafa fylgst með mótinu að einhverju leyti.