„Miklu meira en bara að hjóla“
Mótorkrossiðkendur frá þriggja ára aldri léku listir sínar á Akureyri í gær. Hjólahópurinn er á vegum verkefnisins Route One sem fór hringinn í kringum landið á sjötíu mótorkrosshjólum.
Ferðin er hugsuð sem æfingaferð fyrir mótorkrossiðkendur, bæði nýja og lengra komna, og eru íslenskir og erlendir þjálfarar með í för.
Þetta er í þriðja sinn sem hópurinn fer í kringum landið og æfir á mótorkrossbrautum í öllum landshlutum. Iðkendunum fylgja um tvö hundruð manns á hvern stað, fjölskyldur og áhorfendur.