Athugið að þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul

Undirbúa uppsetningu á 30 vindmyllum við Þjórsá

Benedikt Sigurðsson og Ari Páll Karlsson

,

Á Hafinu, rétt norðan við Búrfellsvirkjun í Þjórsá eru tvær vindmyllur. Þær eru um 55 metrar á hæð en gert er ráð fyrir því að nýju vindmyllurnar verði allt að 100 metrar á hæð og margfalt öflugri.

Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, segir að það þurfi að kanna hversu gott og hversu öruggt hraunið er.

„Þá áformum við að virkjanaframkvæmdir geti hafist hér næsta vor,“ segir hún.

Nú þegar hefur verið haft samband við hugsanlega vindumylluframleiðendur. Endanleg stærð þeirra og umfang fer eftir því hvað kemur út úr útboði.

En þetta er ekki eingöngu samningur um framleiðslu og uppsetningu á þessum vindmyllum heldur mun því fylgja líka þjónustusamningur. Þannig að þessi framleiðandi mun koma að því að reka þessar vindmyllur.“