14. júní 2024 kl. 13:23
Innlendar fréttir
Ríkisútvarpið

Út­send­ing Rásar 2 liggur niðri á hluta Norð­ur­lands

Útsending Rásar 2 liggur niðri á hluta Norðurlands vegna bilunar í endurvarpa í kjölfar rafmagnsleysis. Samkvæmt tilkynningu frá Vodafone er unnið að viðgerð.

Útsending er úti á eftirfarandi sendastöðum: á Vaðlaheiði, Hálsi, Naustahverfi, Bægisá, Engimýri, Hóli, Hvarfi, Burstabrekkueyri, Goðafossi, Gvendarstöðum, Skollahnjúkum, Skógarhnjúkum, Auðnum og Halldórsstöðum.

Mynd úr Göngugötunni á Akureyri. Sól og blíða. Léttklætt fólk á ferli. Blómaker með sumarblónum.
RÚV / Andrea María Sveinsdóttir

Enn er hægt að hlusta á útsendingu Rásar 2 á vefnum og í appinu.