Athugið að þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul

Kannanir oft verið nálægt úrslitum

Anna Kristín Jónsdóttir

,

Agnar Freyr Helgason, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir helst tvennt skýra að niðurstöður kannana séu ekki alveg sambærilegar. Það sé í fyrsta lagi hvernig valið er í úrtakshópa og svo hvernig niðurstöður eru vigtaðar. Það tekst ekki alltaf að endurspegla almenning og þá grípa þau sem gera kannanirnar til aðferða sem eiga að leiðrétta niðurstöðurnar. Sú leið getur þó verið vandrötuð.

Agnar Freyr segir vaxandi vandamál að sífellt erfiðara sé að ná í fólk og fá það til þátttöku í könnunum. Einnig sé erfitt að bregðast við því að hópurinn sem vill taka þátt sé öðruvísi samsettur en sá sem ekki vill það, til dæmis hvað varðar menntun.