Matvælastofnun hefur sent matvælaráðuneytinu eftirlitsskýrslu um hvalveiðar. Skýrslan fjallar um veiðar Hvals hf. síðsumars í fyrra. Hún verður hluti þeirra gagna sem matvælaráðherra notar til að ákveða hvort hvalveiðar verði heimilaðar í sumar.
Hvalur sótti um veiðileyfi í janúar og veiðar ættu að hefjast í júní. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu er búist við ákvörðun fljótlega.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði fyrr í mánuðinum að hún væri enn að bíða gagna svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort leyfa skyldi hvalveiðar í sumar.