20. maí 2024 kl. 19:37
Innlendar fréttir
Dóms- og lögreglumál

Gæslu­varð­hald yfir Quang Lé fram­lengt

Quang Lé hakkaður.
Grafík / Sigurður K. Þórisson

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi fyrir stundu gæsluvarðhald yfir Quang Lé og var hann úrskurðaður í gæsluvaðhald til sautjánda júní.

Quang Lé eða Davíð Viðarsson eins og hann hefur líka kallað sig hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars. Hann er ásamt fleirum grunaður um stórfellt mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. Fólkið var handtekið eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á fjölda staða, veitingastöðum, hóteli og gistiheimili.

Níu er enn með stöðu sakbornings í málinu. Þrennt er í gæsluvarðhaldi, Quang Lé, kærasta hans og bróðir. Gæsluarðhald yfir þeim tveimur síðastnefndu rennur út á morgun og skýrst þá hvort framlengingar verður krafist.