Athugið að þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul

Eignir NTHÍ duga ekki fyrir því sem henni er skylt að eiga

Þórdís Arnljótsdóttir

,

Náttúruhamfaratrygging hefur þegar greitt út bætur fyrir rúmlega 400 eignir í Grindavík sem skemmdust eða eyðilögðust í náttúruhamförunum sem hófust 10. nóvember. Mikið er enn eftir. Hratt hefur gengið á eignir Náttúruhamfaratryggingar og duga þær ekki fyrir því sem henni er skylt að eiga samkvæmt lögum.

Að meðaltali verða sjö misstórir atburðir á ári þar sem verður tjón sem NTHÍ bætir. Í fyrra voru þrettán atburðir og hamfarirnar í Grindavík þeirra langstærstar.

509 tjón hafa verið tilkynnt og búið er að afgreiða bætur fyrir 440 tjón fyrir 6,7 milljarða króna.