Athugið að þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul

Alvarlegar athugasemdir við efnisnám við Landeyjahöfn

Þórdís Arnljótsdóttir

,

Einn stærsti framleiðandi byggingaefna í heiminum, Heidelberg Materials, hyggst reisa verksmiðju í Þorlákshöfn og framleiða íblöndunarefni í sement, sem er umhverfisvænna en sementsgjall. Efnið verður meðal annars sótt í Litla-Sandfell í Þrengslum og dælt af sjávarbotni úti fyrir Landeyjahöfn.

Skipulagsstofnun hefur þegar skilað áliti á efnistöku úr Litla-Sandfelli og í síðasta mánuði var lögð fram umhverfismatsskýrsla um efnistökuna. Miðað er við að vinna allt að 65 til 80 milljónir rúmmetra á um 30 árum og að efnistaka verði allt að tvær milljónir rúmmetra á ári.

Athugasemd: Í sjónvarpsfréttinni er sýnd mynd af mölunarverksmiðjunni í Þorlákshöfn. Staðsetning hennar á myndinni er samkvæmt eldri hugmynd. Sjá nánar aðalskipulagsbreytingu hér.