30. apríl 2024 kl. 13:21
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Gæslu­varð­hald tveggja fram­lengt til 10. maí

Gæsluvarðhald tveggja sakborninga á Suðurlandi hefur verið framlengt til 10. maí.

Mennirnir tveir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 20. apríl vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Kiðjabergi á Suðurlandi.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, á stéttinni fyrir framan lögreglustöðina á Selfossi.
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á SuðurlandiRÚV / Karl Sigtryggsson

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að enn séu yfirheyrslur í gangi og verið sé að vinna úr gögnum en því miði vel. Hann segist ekki geta sagt nánar frá málsatvikum að svo stöddu.