Athugið að þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul

Aðstæður bentu strax til manndráps

Þórdís Arnljótsdóttir

,

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í sumarhúsi við Hvítá í landi Kiðjabergs og fundu mann látinn vaknaði strax grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Fjórir menn, allir frá Litháen líkt og sá látni voru handteknir á staðnum og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag. Tveir sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudags og tveir til þriðjudagsins 30. apríl.

Lögreglan á Suðurlandi heldur rannsókn málsins áfram og nýtur við það aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Síðdegis í dag var hópur lögreglumanna enn að störfum í sumarbústaðnum í Kiðjabergi.