Hundrað höfrungar í Reykjavíkurhöfn
Fréttastofu barst stutt myndband frá myndatökumanninum Gunnari Kvaran þar sem sjá má höfrungatorfuna.
Hafrannsóknarstofnun fylgist einnig með komu dýranna og segir Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að líklega hafi dýrin verið að verið að elta æti inn í höfnina.
Höfrungar væru algengir hér við land en það væri hins vegar ekki á hverjum degi sem dýrin flykkjast inn í höfnina. „En þeir flækjast hér um,“ segir Sverrir.