Pétur Markan verður næsti bæjarstjóri í Hveragerði. Þetta er ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar sem leggur tillögu þessa efnis fyrir bæjarstjórnarfund í næstu viku. Pétur var áður sveitarstjóri Súðavíkurhrepps en hefur síðustu ár verið biskupsritari hjá Þjóðkirkjunni.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var gengið frá starfslokum Geirs Sveinssonar sem varð bæjarstjóri eftir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir tæpum tveimur árum.