26. mars 2024 kl. 5:56
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Há gildi brenni­steinsdí­ox­íðs við Bláa lónið

Loftgæði eru mjög óholl við Bláa lónið vegna gasmengunar frá eldstöðvunum við Sundhnúksgíga. Engin starfsemi er í Bláa lóninu.

Mynd frá Bláa lóninu tekin 20. janúar 2024, þegar lónið var opnað eftir eldgosið 14. janúar.
RÚV / Ragnar Visage

Ekki hefur verið brugðist við menguninni í nótt að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Verði ástandið eins þegar dagar verði svæðisstjórn tilkynnt um stöðu mála. Gasmengunar varð vart á mæli Umhverfisstofnunar í Höfnum í nótt en gildin eru aftur orðin lág.

Enn gýs úr þremur gígum, með svipuðum krafti og verið hefur síðasta sólarhring. Sýnilegur hraunstraumur er sunnan við Hagafell í vesturátt. Vísbendingar eru um að land rísi enn við Svartsengi, en mun hægar en áður.

Aðrir eru að lesa