Kraftmesta gosið til þessa
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir eldgosið sem hófst í kvöld vera það kraftmesta á Reykjanesskaganum til þessa. Sprungan er í lengra lagi og nær frá norðanverðu Hagafelli, norður að Stóra-Skógfelli. Öll sprungan var mjög virk þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir fyrr í kvöld.