Fjórtán ára drengur vankaðist þegar hann féll um tíu metra úr skíðalyftu í Bláfjöllum í dag. Lögreglu barst tilkynning um atvikið klukkan 14:12 en að sögn Valgarðs Valgarðssonar aðalvarðstjóra á lögreglustöð númer 4 á Vínlandsleið eru tildrög slyssins ókunn.
Drengurinn vankaðist þegar hann féll en komst aftur til meðvitundar stuttu seinna. Hlúið var að honum á vettvangi og síðan stóð til að flytja hann á sjúkrahús. Rannsóknarlögreglumenn og Vinnueftirlitið fóru á vettvang til að rannsaka tildrög slyssins.