Kona festist í sprungu við Búrfellsgjá í Heiðmörk í dag. Björgunarsveitir frá Hafnarfirði og Garðabæ voru kallaðar út, sem og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem komst með sjö manns á fjallabíl og sexhjóli að vettvangi. Þar var konunni bjargað úr sprungunni með línubúnaði og komið í sjúkrabíl. Þar var hún skoðuð og fékk smá aðhlynningu en fór svo heim á eigin vegum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Konan hafði verið á göngu með eiginmanni sínum á svæðinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.