Rúmlega 7 prósent íslenskra barna með offitu
Íslensk börn verða þyngri með hverju árinu. Samkvæmt tölum frá heilsugæslunni er hlutfall barna í 1., 4., 7. og 9. bekk með offitu nú 7,3 prósent. Þeim hefur fjölgað um rúm tvö prósentustig á síðustu sex árum sem þýðir að um 1500 börn hafa bæst í hópinn.
Heilsuskólinn á Landspítalanum er eina sértæka úrræðið í boðið fyrir þessi börn. Um eins og hálf árs bið er eftir þjónustunni og ekki hefur tekið að stytta biðlista í nokkur ár.
„Meðferðin sem við bjóðum upp á felur í raun sér að við erum að kenna börnum og fjölskyldu þeirra þar sem börn eru komin með offitu að finna sé nýjar lífsvenjur sem gerir það að verkum að þau geti búið í samfélagi sem er offituvaldandi fyrir flesta eða marga.“
Tryggvi segir að vandamál tengd þyngdaraukningu séu oft flókin og mikilvægt er að grípa strax inn í.