Torgið: Hver er framtíð Grindavíkur?
Í Torginu í kvöld verður rætt um málefni Grindavíkur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum.
Í sal verða einnig fjölmargir Grindvíkingar og búist við lifandi og skemmtilegum umræðum.
Torgið er umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.