Erlendum fjölmiðlum hleypt inn í Grindavík
Fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn eru hér á landi til að segja fréttir af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Í dag fengu þeir að fara inn í bæinn.
Fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn eru hér á landi til að segja fréttir af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Aðgangur fjölmiðla hefur verið takmörkuð síðustu daga og flestir þeirra fjölmiðlamanna sem eru hér á landi höfðu ekki fengið að fara inn í bæinn, þagnað til í dag. Skömmu eftir hádegi var hópi erlendra fjölmiðlamanna hleypt inn í Grindavík.
„Þessi sprunga er tilkomumikil á hrikalegan hátt,“ sagði Johannes Pleschberger, fréttamaður hjá CGTN Europe þegar fréttastofa ræddi við stóra sprungu sem hefur myndast í götuna í Grindavík.
„Við erum fegin að hafa fengið að koma og sjá bæinn,“ segir Felipe Santana, fréttaritari TV Globo í Brasilíu. „Gígurinn í miðjum bænum kom okkur í opna skjöldu. Flestir Brasilíumenn verða eflaust agndofa eins og við.“