Miklar skemmdir í Grindavík
Þrátt fyrir að harðasta jarðskjálftahrinan í Grindavík hafi verið föstudag og fram á laugardagsmorgunn heldur náttúran áfram að setja mark sitt á bæinn. Það sá Sigríður Hagalín Björnsdóttir þegar hún stóð á sama stað í dag og samstarfsmaður hennar á laugardag. Þá var gatan heilleg en er nú sundurslitin.