Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Óbreytt staða eftir nóttina

  • Áfram eru taldar verulegar líkur á eldgosi.
  • Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp sem heimilar byggingu varnarmannvirkja við mikilvæga innviði á Reykjanesi.
  • Dómsmálaráðherra segir að hún muni veita heimild til að hefja framkvæmdir við varnargarða við Svartsengi í dag.
  • Vörubílar ferjuðu efni úr námum að Svartsengi í alla nótt.
  • Jarðskjálftavirkni er mikil en skjálftarnir vægari en áður.
  • Allt að eins metra djúpur sigdalur liggur gegnum vestanverða Grindavík.
  • Kvika hefur mælst grynnst á 800 metra dýpi í 15 kílómetra kvikugangi sem liggur í gegnum bæinn.
  • Minna innrennsli kviku gefur til kynna að eldgos yrði ekki jafn stórt og óttast var í fyrstu.
  • Íbúar fengu að fara inn í alla Grindavík í gær til að sækja nauðsynjar, verðmæti og dýr.
Mikil sprunga hefur myndast í gegnum Austurveg í Grindavík. Öðru megin sprungunnar er eins og jörð hafi risið en sigið hinum megin.

RÚV – Ragnar Visage