Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Dregið hefur úr skjálftavirkni og ný gögn sýna litla breytingu

  • Vísindamenn Veðurstofunnar segja að eldgos gæti hafist hvenær sem er á næstu dögum.
  • Ný GPS-gögn bárust Veðurstofunni klukkan 2:00 í nótt, sem sýna litla breytingu. Stöðufundur verður kl. 9:30..
  • Nákvæmari gervihnattagagna er að vænta síðar í dag.
  • Kvikugangurinn er um fimmtán kílómetra langur. Hann nær frá Kálffellsheiði norðaustur af Svartsengi í suðvestur út í sjó fyrir utan Reykanesskaga.
  • Mesta skjálftavirknin er norðaustur af Grindavík.
  • Kvikan er á 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst, og jafnvel nær yfirborðinu, samkvæmt gögnum frá því í gærmorgun.
  • Eldgos gæti hafist á hafsbotni og þar með orðið sprengigos.
  • Reynt er að tryggja húsnæði fyrir fólk og kennslu fyrir börn eftir rýmingu Grindavíkur.
  • Vonir standa til að hægt verði að hleypa Grindvíkingum stutta stund heim til sín að sækja nauðsynjar. Það færi eftir nákvæmri áætlun.
  • Talsverðar skemmdir eru á húsum og innviðum í Grindavík.
  • Frumvarpi forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga var dreift á Alþingi í gær.
  • Vísindamenn á Veðurstofu Íslands keyra líkön til að sjá öskudreifingu og gasdreifingu ef það skyldi gjósa.
  • Nýjustu fréttir má finna á fréttavakt RÚV.

Fréttastofa RÚV

,